Gleym Mér Ei
Höfundur: Örn Friðriksson
Textahöfundur: Steingrímur Thorsteinsson
1.
þú litli fugl á laufgri grein,
hvað rjóðar þú svo sætt?
Í þínum klið býr ástin ein
sem ei af hryggð var grætt.
Þú yngissveinn ég sveif af strönd,
þar sat þín elskuð mey
með heiðblátt smáblóm sér í hönd
og sagði gleym mér ei!
2.
Ó, hjartans vinur vissir þú,
hvað vel ég man til þín!
Ég lít á blóm og lifi í trú
að líkt þú saknir mín.
Svo ber ég þig á brjósti leynt,
þar byrgir ástin sig.
Og sem mitt blóm er himinhreint,
eins hreint ég elska þig.